Óþarfa hræðslu-áráður ?

Hræðsla er versta drifafl til að stjórna lífinu sem hugsast getur.

Sometimes we think fear ought to be classed with stealing. It seems to cause more trouble.  We reviewed our fears thouroughly. We put them on paper, even though we had no resentment in connection with them. We asked ourselves why we had them. Wasn't it because self-reliance failed us? - Alcoholics Anonymous 

Mér finnst við hæfi  að taka tilvitnun úr AA bókinni, enda finnst mér líklegt að um virkan alkóhólista sé að ræða. Þá miða ég við reynslu mína af þeim sem betla í miðbænum. Annað sem bendir til þess að viðkomandi sé virkur alkóhólisti, er að lögreglan kannast við kauða. 

Hver svo sem viðkomandi er, minnir þessi fréttamennska mig helst á þá sem viðgengsts í Bandaríkjunum. Haldiði að meiri fréttir af glæpum og ógæfu verndi raunverulega almenning?

Fréttirnar virðast allavega ekki draga úr kvíða fólks heldur auka á hann. En enginn getur sagt mér að glæpafréttir hafi engin áhrif á geðheilsu þjóðarinnar.. sérstaklega þegar í ljós hefur komið að almenningur hefur aldrei verið hræddari við miðbæinn meðan ofbeldi hefur alls ekki aukist. (Ég las þetta held ég á forsíðu fréttablaðsins núna í ágúst, en er ekki alveg viss.)

Að benda sífellt á "vonsku" (þó ég telji það alveg víst að geðsjúkdómur og fíkn sé ástæða þjófnaðarins ekki mannvonska) sundrar samfélagið svo við þurfum að girða okkar af frá öðrum með dýrum öryggiskerfum. Við þurfum ekki að fjarlægjast annað fólk, við þurfum einmitt að vera enn meðvitaðri um að við erum öll eins og leitum öll þess sama - við viljum öll vera hamingjusöm (þó við kunnum ekki hvernig) og ekkert okkar vill þjást. Þetta eiga allir sameiginlegt, hvert einasta mannsbarn.

Fólk gerir ekki á hlut annarra því að það er gaman, heldur því viðkomandi er týndur á leið sinni til hamingjuríks lífs. Það velur sér enginn þetta hlutskipti, þetta er afleiðing sundrungar í æsku.


mbl.is Eldri kona rænd í Vonarstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já.. jú, maður fær nú endurgreitt...

Þetta kalla ég jákvæða fréttamennsku,  vel gert hjá fréttamanni (Davíð Logi Sigurðsson).

Það eru hvimleið viðbrögð hjá mér að upplifa oft sektarkennd varðandi hjálparstarf í peningaformi. Það er eins og ég treysti því ekki að innan skamms fái ég meiri pening, straumurinn er samt frekar stöðugur og hefur verið það síðastliðin ár.  Við félagi minn vorum að ræða það um daginn hvernig hann ætti ofsalega nískan vin sem virtist alltaf blankur með áhyggjur og gæfi aldrei neinum með sér. Svo ætti hann kunningjahjón sem væru sí-gefandi, vinnandi hjálparstarf og þar fram eftir götunum ..þau fengju samt á einhvern undarlegan hátt alltaf meiri og meiri pening og væru bara frekar rík. Það virðist ekki alveg rökrétt.

Þetta er annars rosalega flott og vel gerð vefsíða. Myndir, bakgrunnssögur, kíkiði: www.kiva.org
En jájá, 25$ eru bara um 1600 krónur og þar sem maður fær jú endurgreitt hef ég enga afsökun. 

If you can't feed a hundred people, then feed just one.
Mother Teresa

 


mbl.is Ari Þór Vilhjálmsson tekur þátt í byltingarkenndri örlánastarfsemi á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Faðir

Í stað þess að skammast sín og kveljast fylgdi hann sannfæringu sinni og viðurkenndi fyrir barni sínu að hann væri stoltur faðir þess. Þessi prestur er mjög hugrakkur, ef ég væri kaþólskur prestur veit ég ekki hvort ég myndi þora að hætta starfi, stöðu og öryggi svona. En ég ber virðingu fyrir því.


Being unwanted, unloved, uncared for, forgotten by everybody, I think that is a much greater hunger, a much greater poverty than the person who has nothing to eat.
Mother Teresa


mbl.is „Ég er pabbi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mettaður markaður

Hversvegna eru ekki bara gerðar fleiri heimasíður? Sérstaklega í ljósi þess að þetta blað á að vera fyrir ungt fólk! Ef sama magn fjármagns og pappírs væri notað til að kynna nýja heimasíðu, eins og er í einni útgáfu af svona blaði, hugsa ég að fólk myndi kíkja á vefinn. 

Mikið er ég fegin að bláu tunnur Sorpu séu orðnar að veruleika. Tunnur fyrir blaðaúrgang ættu reyndar að vera ókeypis eins og hann guðdómlega fallegi Þórir segir. Ég held flestir séu búnir að fá sig fullsadda af blaðaúrganginum.

Besta leiðin til velgengni á markaðnum er að uppfylla löngun neytendanna, ég legg til að forsprakkar Monitor kanni það hreinlega hvort fólk vilji frekar blað eða vefsíðu. 


mbl.is Nýtt blað fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera barn í fullorðnum líkama

When we are in a relationaship, we are called on to give body, thoughts and emotions to our partners and to accept body, thoughts and emotions from them. Learning how to do this is a prerequisite for intimacy and the spirituality to which it gives birth. To do it badly causes misery. To do it well honors the best part of our humanity and puts us in psychological balance, which results in a sense of connectedness with life's goodness. - Pia Mellody, The Intimacy Factor

 Það er ekki hægt að kenna barni það sem maður kann ekki sjálfur. Hjarta mitt fyllist samkennd og sorg yfir því hvað  margir í heiminum þjást vegna þess eins að þeim, eða foreldrum þeirra var aldrei kennt að axla ábyrgð.

Ég kenni í brjósti um foreldra sem eru ekki annað en börn sjálf. Það hlýtur að vera svakalega erfitt að geta ekki staðið undir ábyrgðinni sem er ætlast til af þeim, nema kannski að hluta til, sífellt strögglandi við að ná lágmarkskröfum samfélagsins. Gefa börnum sínum mat og klæði, en hafa svo enga hlýju handa þeim.

Þeim sem hefur aldrei verið kennt að bera ábyrgð á líðan sinni í æsku, reynist oft erfitt að leita þekkingarinnar á eigin spýtur. Ef þér hefur aldrei verið kennt að leysa úr óþægilegum tilfinningum þarftu að leita lærdómsins.

Það gagnast engum að dæma þessa foreldra sem slæmt fólk sem ætlaði sér að skaða barnið, frekar þarf samfélagið að leita lausnar á þessu algenga vandamáli.


mbl.is Skildu ársgamla stúlku eftir í bíl í steikjandi hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hlutfall presta sem setjast ekki í dómarasætið yfir Ást

The goal is to cultivate in our hearts the concern a dedicated mother feels for her child, and then direct it toward more and more people and living beings. This is heartfelt, powerful love.  Dalai Lama, Widening the circle of love.

Raunveruleg ást er hlýja og skilyrðislaus sátt við hvernig manneskja er. Ást er ekki þurfandi dramatísk tenging við aðlaðandi manneskju. 

Andleg geðveila er eina fyrirstaðan innra með mér í að styðja Allt fólk heilshugar í að gifta sig. Ástæðan er einfaldlega sú, að sambönd geta oft valdið gríðarlegri óhamingju ef fólkið er veikt. Það samkynhneigða fólk sem ég þekki er engu geðveilla né geðheilla en aðrir! Ég óska öllum mannverum velgengi í leit sinni að hamingjuríkara lífi.

Ég er þakklát fyrir að hátt hlutfall preststéttarinnar á Íslandi sýnir með þessu stuðning, samkennd og kærleika, sem við þörfnumst öll óháð ytri þjóðfélagsflokkun.

Uppfært: Vil benda á skoðun Ásu Grétu á þessu máli.


mbl.is Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að finna hlýju sam-mannkenndar.

Ég hef verið að prófa nokkuð áhugaverðan hlut sem felst í að spyrja sjálfa mig, hvar svo sem ég er stödd, hvort mér þyki vænt um X.

Í texta eftir Dalai Lama, færir hann rök fyrir því að til að vera hamingjusamur, eigi maður að þjálfa upp í sér samkennd í garð annarra, í stað aðgreiningar frá öðrum ..og það skipti í raun engu máli hvort einhver sé vinur manns í þessu lífi, óvinur, eða hvorugt, maður geti þjálfað upp væntumþykju til allra, sér og öðrum í hag. 

Þannig horfi ég á konuna í strætó, ríka manninn á jeppanum, asíubúann að safna dósum, fyrrverandi vinkonur mínar. Þetta er alveg ruglandi í ríminu þegar ég sé fyrir mér andlit yndislegrar frænku og skipti andlitinu út fyrir fíflið í vinnunni en reyni að halda í sömu hlýju tilfinninguna.


Höfundur

Hvíslandi Fugl
Hvíslandi Fugl
Hvíslar ástarorðum um frumskóg bloggsamfélagsins.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband