Já.. jú, maður fær nú endurgreitt...

Þetta kalla ég jákvæða fréttamennsku,  vel gert hjá fréttamanni (Davíð Logi Sigurðsson).

Það eru hvimleið viðbrögð hjá mér að upplifa oft sektarkennd varðandi hjálparstarf í peningaformi. Það er eins og ég treysti því ekki að innan skamms fái ég meiri pening, straumurinn er samt frekar stöðugur og hefur verið það síðastliðin ár.  Við félagi minn vorum að ræða það um daginn hvernig hann ætti ofsalega nískan vin sem virtist alltaf blankur með áhyggjur og gæfi aldrei neinum með sér. Svo ætti hann kunningjahjón sem væru sí-gefandi, vinnandi hjálparstarf og þar fram eftir götunum ..þau fengju samt á einhvern undarlegan hátt alltaf meiri og meiri pening og væru bara frekar rík. Það virðist ekki alveg rökrétt.

Þetta er annars rosalega flott og vel gerð vefsíða. Myndir, bakgrunnssögur, kíkiði: www.kiva.org
En jájá, 25$ eru bara um 1600 krónur og þar sem maður fær jú endurgreitt hef ég enga afsökun. 

If you can't feed a hundred people, then feed just one.
Mother Teresa

 


mbl.is Ari Þór Vilhjálmsson tekur þátt í byltingarkenndri örlánastarfsemi á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Báran

Sæl. Datt inná síðuna þína frá Toshiki og líkaði það sem ég les hér.  Ég mun fleyta þessum link áfram enda frábær hugmynd á ferð.  

kv.

Bára

Báran, 27.8.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Báran

Afsakaðu kyngreininguna en mér fannst eitthvað segja mér í skrifunum að þú værir kvenkyns  

Báran, 27.8.2007 kl. 11:16

3 Smámynd: Hvíslandi Fugl

haha, þakka þér kærlega fyrir það Bára, ég kíkti á þína síðu og kem til með að skoða hana áfram, frábær skrif hjá þér og uppbyggileg!

Hvíslandi Fugl, 27.8.2007 kl. 13:31

4 identicon

Hæ.

Spennandi að vita hvort HVÍSLANDI FUGL sé kvenkyns eða karlkyns!!!!

Kær kveðja/Rósa

Rósa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hvíslandi Fugl
Hvíslandi Fugl
Hvíslar ástarorðum um frumskóg bloggsamfélagsins.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 105

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband