Góður Faðir

Í stað þess að skammast sín og kveljast fylgdi hann sannfæringu sinni og viðurkenndi fyrir barni sínu að hann væri stoltur faðir þess. Þessi prestur er mjög hugrakkur, ef ég væri kaþólskur prestur veit ég ekki hvort ég myndi þora að hætta starfi, stöðu og öryggi svona. En ég ber virðingu fyrir því.


Being unwanted, unloved, uncared for, forgotten by everybody, I think that is a much greater hunger, a much greater poverty than the person who has nothing to eat.
Mother Teresa


mbl.is „Ég er pabbi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já - það þarf hugrekki til að vera maður sjálfur - þessi maður er sannkristinn - því sá sem trúir á Jesú heilshugar - viðurkennir sig eins og hann er - vitandi að allir menn eru breyskir - enginn fullkominn - aðalatriðið er að vera heiðarlegur - það er Guði þóknanlegt - að lifa í sannleika!!! Það er ljósið sem talað er um í Biblíunni, sá hugrakki sem segir satt um hver hann er - myrkrið er sá sem felur hver hann er, sá huglausi. Frábær grein!!

Ása (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Ásgerður

Já,,það er ekki alltaf auðvelt að vera heiðarlegur,,,en hann er það sannarlega þessi maður,,og tekur ábyrgð á sjálfum sér.

Það þarf hugrekki til að standa og falla með sjálfum sér,,,en það líður engum eins vel í hjartanu og þeim sem þora því.

Ásgerður , 26.8.2007 kl. 11:12

3 identicon

Sæl og blessaður "Hvíslandi fugl". Aldrei fyrr hef ég heyrt getið um "Hvíslandi fugl". Þeir eru flestir háværir. Ég var í Englandi í þrjár vikur nú í sumar nánar á suðausturströndinni. Þó að ég sé alin upp í litlu þorpi við sjávarsíðuna hef ég aldrei upplifað þvílíkt mávagarg hér eins og þarna. Ég hef aftur á móti farið í Ásbyrgi bæði fyrir og eftir að mávurinn gerði sig heimakominn þar. Þvílík skemmd á staðnum.

Ása Gréta og Ásgerður eru búnar að skrifa ágætar athugasemdir og ég ætla ekki að bæta við þær. Ætla að hætta mér út í aðra umræðu.

Í gegnum árin hef ég oft hugsað um lög og reglur kaþólskra. Mér finnst það rangt að banna prestum að kvænast. Þessar reglur voru búnar til á 16 öld og eru löngu úreltar. Í dag heyrum við um fullt af kaþólskum prestum sem eru í sambúð og eiga börn. Þeir væru kvæntir ef lög væru fyrir því. Einnig heyrum við um kaþólska presta sem misnota drengi sem eru í þjónustu fyrir kirkjuna. Drengirnir dvelja oft tímunum saman í kirkjunni. Foreldrar hafa greinilega treyst prestum og treyst því að drengirnir þeirra væru óhultir í Guðshúsi. Þessi lög bjóða greinilega hættunni heim. Því miður er pottur brotinn víðar en hjá kaþólikkum í þessum efnum en núna var umræðan um kaþólskan prest.

Kær kveðja

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 02:39

4 identicon

Rósa Aðalsteinsdóttir skrifaði.

Sæl aftur. Ég talaði um lög sem hefðu verið sett á 16 öld. Það er rangt. Það var miklu fyrr.

Þegar ég er að lesa athugasemdir væri fín að það væri smá eyða á milli nafns þessi sem gerði t.d fyrstu athugasemd og næstu athugasemd. Lítur út eins og Ása Gréta hafi skrifað athugsemd sem Ásgerður skrifaði.

Svolítið klúðurslegt.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 03:01

5 Smámynd: Hvíslandi Fugl

Sæl Rósa, ég hló og hló að lýsingu þinni á fuglalífi.. hver hefur ekki farið á tjörnina til að gefa öndunum en endað á því að gefa mávunum..

Ég valdi mér hvíslandi fugl vegna orðatiltækisins "lítill fugl hvíslaði því að mér".

ég skal sjá hvort ég geti fiktað mig framúr  stillingum á commentum, ég er sammála það er erfitt að sjá hver skrifar hvað. 

En hvort sem það er í kristni eða búddisma finnst mér munka/nunnu lífernið áhugavert en hef ekki náð að kynna mér almennilega dýpri forsendur fyrir því.

Kannski maður geri það á næstunni! 

Hvíslandi Fugl, 27.8.2007 kl. 13:39

6 identicon

Sæll Hvíslandi fugl.

Ef maður velur það sjálfur að vera munkur eða nunna þá er það í lagi og auðvita getur maður sagt um kaþólska presta að þeir hafi valið starfið sitt en það virðist vera þeim erfitt miðað við þær fréttir sem heyrast t.d. frá Bandaríkjunum. Virðast ekki geta beislað náttúruna sína og náttúran brýst út í ónáttúru. Ég ákvað að hvísla þessu að þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:33

7 identicon

Hæ. Í gærkvöldi skrifaði ég hér inn en eitthvað klikkaði því aldrei kom athugasemdin í outlock til staðfestingar. Bara að ég myndi þetta almennilega.

Talað er um að kynlífshvötin sé ein sterkasta frumköt okkar. Við verðum samt að bera ábyrg gagnvart okkur sjálfum og sérstaklega öðrum. Ég skrifaði líka um sifjaspell og afleiðingar þess. Ég varð fyrir mikilli sorg þegar ég var barn. Ég missti móður mína.  Það hefur haft gífurleg neikvæð áhrif á líf mitt. Það var erfitt að vera unglingur, erfitt að fara út á vinnumarkaðinn. ég varð fyrir einelti og  grófri kynferðislegri áreitni. Ég get ekki ímyndað mér að það sé léttara hjá þeim sem hafa orðið fyrir sifjaspelli. Held að það hljóti að vera ennþá erfiðara. Læt þetta duga. Prufa að senda þetta.  Vantar kall sem er að hugsa mikið.

Kær kveðja

Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hvíslandi Fugl
Hvíslandi Fugl
Hvíslar ástarorðum um frumskóg bloggsamfélagsins.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband