Óþarfa hræðslu-áráður ?

Hræðsla er versta drifafl til að stjórna lífinu sem hugsast getur.

Sometimes we think fear ought to be classed with stealing. It seems to cause more trouble.  We reviewed our fears thouroughly. We put them on paper, even though we had no resentment in connection with them. We asked ourselves why we had them. Wasn't it because self-reliance failed us? - Alcoholics Anonymous 

Mér finnst við hæfi  að taka tilvitnun úr AA bókinni, enda finnst mér líklegt að um virkan alkóhólista sé að ræða. Þá miða ég við reynslu mína af þeim sem betla í miðbænum. Annað sem bendir til þess að viðkomandi sé virkur alkóhólisti, er að lögreglan kannast við kauða. 

Hver svo sem viðkomandi er, minnir þessi fréttamennska mig helst á þá sem viðgengsts í Bandaríkjunum. Haldiði að meiri fréttir af glæpum og ógæfu verndi raunverulega almenning?

Fréttirnar virðast allavega ekki draga úr kvíða fólks heldur auka á hann. En enginn getur sagt mér að glæpafréttir hafi engin áhrif á geðheilsu þjóðarinnar.. sérstaklega þegar í ljós hefur komið að almenningur hefur aldrei verið hræddari við miðbæinn meðan ofbeldi hefur alls ekki aukist. (Ég las þetta held ég á forsíðu fréttablaðsins núna í ágúst, en er ekki alveg viss.)

Að benda sífellt á "vonsku" (þó ég telji það alveg víst að geðsjúkdómur og fíkn sé ástæða þjófnaðarins ekki mannvonska) sundrar samfélagið svo við þurfum að girða okkar af frá öðrum með dýrum öryggiskerfum. Við þurfum ekki að fjarlægjast annað fólk, við þurfum einmitt að vera enn meðvitaðri um að við erum öll eins og leitum öll þess sama - við viljum öll vera hamingjusöm (þó við kunnum ekki hvernig) og ekkert okkar vill þjást. Þetta eiga allir sameiginlegt, hvert einasta mannsbarn.

Fólk gerir ekki á hlut annarra því að það er gaman, heldur því viðkomandi er týndur á leið sinni til hamingjuríks lífs. Það velur sér enginn þetta hlutskipti, þetta er afleiðing sundrungar í æsku.


mbl.is Eldri kona rænd í Vonarstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

ágætis grein hjá þér. Jú ótti drifur mikið áfram í lífinu mun meira en nokkur grunar ef maður skoðar líf sitt eða fer bara yfir daginn sinn þá sér maður að ótti kemur oft við, þá oftast í samskiptum eða þegar við erum í kringum annað fólk.

Það er eflaust rétt hjá þér þessi þjófur er eflaust fíkill. Mjög sniðugt ráð hjá honum því ungmenni myndi ná honum og væri eflaust aldrei með svona mikin pening á sér.

gerti (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:31

2 identicon

Fínn pistill. Maður verður hálf ringlaður þegar fjölmiðlar setja met í fréttum af ofbeldi í miðbænum en segja á sama tíma í minna áberandi blaðagreinum og fréttum að ofbeldið hafi alls ekki aukist.

En það er líka gott að vera alls ekkert að burðast með á annað hundrað þúsund króna í veskinu sínu nema maður hugi sérstaklega á stórinnkaup. Bara svona til öryggis.. 

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:43

3 identicon

Hæ. Hvar ertu eiginlega Hvíslandi fugl eða gargandi mávur? Er verið að gefast upp eða hvað. Kv/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:08

4 identicon

Hæ aftur. Reyndi áðan að skrifa inn athugasemd en hún hefur ekki birtst. Hvar ertu eiginlega Hvíslandi fugl eða gargandi máfur? Kv/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hvíslandi Fugl
Hvíslandi Fugl
Hvíslar ástarorðum um frumskóg bloggsamfélagsins.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband